Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 16. nóvember 2022 11:08
Elvar Geir Magnússon
Antony ólst upp í 'litlu helvíti' - Stökk yfir lík til að komast í skólann
Antony í leik með Brasilíu.
Antony í leik með Brasilíu.
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Brasilíski landsliðsmaðurinn Antony hjá Manchester United segir frá ævi sinni og uppvexti í viðtali við The Player’s Tribune.

Þessi 22 ára leikmaður hefur skotist upp á stjörnuhimininn en hann kom til Ajax frá Sao Paulo árið 2020 og gekk svo í raðir Manchester United fyrir 95 milljónir evra í sumar.

Óhætt er að segja að Antony hafi alist upp við stórhættulegar aðstæður, í fátækrahverfi í Brasilíu,

„Ég fæddist í helvíti og það er ekkert grín. 'Favelan' (fátækrahverfið) þar sem ég ólst upp í Sao Paulo er í raun kallað Inferninho eða litla helvítið," segir Antony.

„Fimmtán skrefum frá útidyrahurðinni voru alltaf eiturlyfjasalar að störfum. Lyktin var stöðugt fyrir utan gluggann. Við vorum vön því að sjá byssur, þær voru bara hluti af daglegu lífi. Við vorum hræddari við lögregluna. Einn daginn réðist lögreglusveit inn í húsið okkar til að leita að einhverjum og komu öskrandi inn. Þeir fundu auðvitað ekkert en þegar maður er svona ungur þá hefur þetta áhrif."

Hann segir einnig frá sögu frá því þegar hann var um átta ára gamall og var á leið í skólann.

„Ég kom að manni sem lá í húsasundi og hreyfði sig ekkert. Þegar ég kom nær komst ég að því að hann væri látinn. Það var engin önnur leið að fara, ég þurfti að fara í skólann. Ég lokaði bara augunum og stökk yfir líkið," segir Antony.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner