mið 16. nóvember 2022 10:36
Elvar Geir Magnússon
Van Gaal: Ekki gott að halda HM á þessum tíma
Mynd: EPA
Louis van Gaal, landsliðsþjálfari Hollands, sat fyrir svörum á fréttamannafundi í Katar í morgun.

Holland mætir Senegal á mánudaginn í fyrsta leik sínum á HM.

Van Gaal hefur verið gagnrýninn á þá ákvörðun að halda keppnina yfir vetrartímann frekar en um sumarið.

„Þetta er ekki jákvætt. Leikmenn mínir voru að spila á sunnudag. Þetta er ekki hentugur fyrir HM. Það hefði verið mun betra ef leikmenn hefði fengið eina til tvær vikur í frí eða undirbúning fyrir sumarmót," segir Van Gaal.

Hann er þó hæstánægður með allar aðstæður á æfingasvæði hollenska liðsins í Katar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner