sun 16. desember 2018 19:01
Ívan Guðjón Baldursson
Danmörk: Jón Dagur og félagar unnu Bröndby
Mynd: Fótbolti.net - Bára Dröfn Kristinsdóttir
Tveir Íslendingar komu við sögu í danska boltanum í dag. Eggert Gunnþór Jónsson lék allan leikinn í 0-3 tapi SonderjyskE gegn Kaupmannahöfn á meðan Jón Dagur Þorsteinsson var í byrjunarliði Vendsyssel gegn Bröndby.

Jón Dagur lék fyrstu 80 mínúturnar í fræknum 2-3 sigri Vendsyssel sem er í fallbaráttunni. Heimamenn í Bröndby voru búnir að vinna fimm leiki í röð.

Robert Skov gerði öll mörk Kaupmannahafnar og er liðið með þriggja stiga forystu á Midtjylland á toppi efstu deildar.

Bröndby 2 - 3 Vendsyssel
1-0 U. Bech ('41)
1-1 E. Ifeanyi ('50)
2-1 S. Tibbling ('52)
2-2 M. Opondo ('62)
2-3 S. Fischer ('95, víti)

SonderjyskE 0 - 3 Kaupmannahöfn
0-1 Robert Skov ('12)
0-2 Robert Skov ('43)
0-3 Robert Skov ('62)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner