Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 16. desember 2018 17:00
Ívan Guðjón Baldursson
Einkunnir: Danny Ings bestur í dag
Mynd: Getty Images
Óvænt úrslit litu dagsins ljós í ensku úrvalsdeildinni í dag er Arsenal tapaði sínum fyrsta leik síðan í ágúst.

Arsenal heimsótti fallbaráttulið Southampton sem skipti um stjóra fyrr í desember. Danny Ings kom heimamönnum yfir í tvígang en Henrikh Mkhitaryan var snöggur að jafna í bæði skiptin og staðan því 2-2 á lokakaflanum.

Southampton er það félag sem hefur tapað flestum forystum niður á tímabilinu á meðan Arsenal hefur komið til baka eftir að hafa lent undir oftar en öll önnur lið deildarinnar.

Skiptingarnar hjá Unai Emery bera yfirleitt árangur en í dag voru það skiptingar Ralph Hasenhuttl stjóra heimamanna sem skiptu sköpum því varamennirnir Shane Long og Charlie Austin gerðu sigurmarkið undir lokin.

Danny Ings var maður leiksins í einkunnagjöf Sky Sports en markvörður og varnarmenn Arsenal þóttu lökustu menn vallarins.

Eden Hazard var þá bestur er Chelsea heimsótti Brighton. Hazard lagði upp og skoraði í leiknum og fékk 8 í einkunn, rétt eins og Pedro.

Miðjumenn Chelsea áttu slæman dag þar sem Brighton gerði afar vel að loka svæðum og sendingaleiðum.



Southampton: McCarthy (7), Yoshida (6), Valery (6), Vestergaard (7), Bednarek (7), Targett (7), Romeu (6), Hojbjerg (8), Armstrong (6), Redmond (7), Ings (9).
Varamenn: Long (8), Austin (8)

Arsenal: Leno (5), Bellerin (6), Koscielny (5), Lichtsteiner (5), Monreal (6), Xhaka (5), Iwobi (6), Guendouzi (6), Torreira (7), Mkhitaryan (7), Aubameyang (7).
Varamenn: Lacazette (7), Ozil (6), Maitland-Niles (6)



Brighton: Ryan (6), Montoya (6), Dunk (7), Balogun (5), Bernardo (7), Stephens (6), Gross (6), Propper (6), Knockaert (7), Murray (6), March (7).
Varamenn: Andone (6)

Chelsea: Arrizabalaga (7), Azpilicueta (6), Rudiger (7), Luiz (7), Alonso (6), Kante (6), Jorginho (6), Kovacic (6), Willian (7), Hazard (8), Pedro (8).
Varamenn: Loftus-Cheek (6), Barkley (6)
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 34 24 5 5 82 26 +56 77
2 Liverpool 33 22 8 3 75 32 +43 74
3 Man City 32 22 7 3 76 32 +44 73
4 Aston Villa 34 20 6 8 71 50 +21 66
5 Tottenham 32 18 6 8 65 49 +16 60
6 Newcastle 32 15 5 12 69 52 +17 50
7 Man Utd 32 15 5 12 47 48 -1 50
8 West Ham 34 13 9 12 54 63 -9 48
9 Chelsea 32 13 8 11 61 57 +4 47
10 Brighton 32 11 11 10 52 50 +2 44
11 Wolves 33 12 7 14 46 53 -7 43
12 Fulham 34 12 6 16 50 54 -4 42
13 Bournemouth 33 11 9 13 48 60 -12 42
14 Crystal Palace 33 9 9 15 42 56 -14 36
15 Brentford 34 9 8 17 52 59 -7 35
16 Everton 33 10 8 15 34 48 -14 30
17 Nott. Forest 34 7 9 18 42 60 -18 26
18 Luton 34 6 7 21 47 75 -28 25
19 Burnley 34 5 8 21 37 69 -32 23
20 Sheffield Utd 33 3 7 23 31 88 -57 16
Athugasemdir
banner
banner
banner