Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 16. desember 2018 19:38
Ívan Guðjón Baldursson
Þýskaland: Frankfurt hafði betur gegn Leverkusen
Leikmenn Leverkusen svekktir eftir enn eitt tapið.
Leikmenn Leverkusen svekktir eftir enn eitt tapið.
Mynd: Getty Images
Eintracht Frankfurt 2 - 1 Bayer Leverkusen
1-0 Danny da Costa ('28)
2-0 Filip Kostic ('57)
2-1 Karim Bellarabi ('65)

Eintracht Frankfurt tók á móti Bayer Leverkusen í síðasta leik helgarinnar í þýska boltanum.

Gestirnir frá Leverkusen voru mun betri í fyrri hálfleik en Danny da Costa kom heimamönnum yfir gegn gangi leiksins og var staðan 1-0 þegar flautað var til leikhlés.

Heimamenn tóku stjórn á eliknum í síðari hálfleik og tvöfölduðu forystuna sína með marki frá Filip Kostic.

Karim Bellarabi minnkaði muninn eftir skyndisókn gestanna en heimamenn í Frankfurt verðskulduðu sigurinn og eru í fimmta sæti efstu deildar. Leverkusen er í neðri hlutanum, átta stigum eftir Frankfurt.
Athugasemdir
banner
banner
banner