Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 16. desember 2018 16:37
Ívan Guðjón Baldursson
Þýskaland: Öruggur sigur Leipzig - Markalaust hjá Söru
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
RB Leipzig skoraði fjögur gegn Mainz í fyrsta leik dagsins í efstu deild þýska boltans.

Danski framherjinn Yussuf Poulsen skoraði tvennu á fyrstu 20 mínútunum en Karim Onisiwo minnkaði muninn og var staðan 2-1 þar til Timo Werner tók til sinna ráða.

Werner skoraði tvö á síðasta stundarfjórðungnum og innsiglaði öruggan 4-1 sigur sinna manna. Leipzig er í fjórða sæti eftir sigurinn, tveimur stigum eftir Bayern. Mainz er um miðja deild.

Sara Björk Gunnarsdóttir lék þá allan leikinn er Wolfsburg gerði markalaust jafntefli við Essen í efstu deild kvenna.

Wolfsburg er á toppi deildarinnar en þetta er annað jafntefli liðsins síðustu þrjá leiki og er FC Bayern aðeins þremur stigum á eftir.

Rúrik Gíslason fékk að spila síðasta stundarfjórðunginn í 2-2 jafntefli Sandhausen gegn Regensburg. Heimamenn í Sandhausen voru betri en gestirnir náðu að pota inn jöfnunarmarki á 94. mínútu.

RB Leipzig 4 - 1 Mainz
1-0 Yussuf Poulsen ('14 )
2-0 Yussuf Poulsen ('19 )
2-1 Karim Onisiwo ('38 )
3-1 Timo Werner ('74 )
4-1 Timo Werner ('88 )

Sandhausen 2 - 2 Regensburg
0-1 S. Adamyan ('16)
1-1 A. Wooten ('20)
2-1 R. Forster ('45)
2-2 S. Adamyan ('94)

Wolfsburg W 0 - 0 Essen W
Athugasemdir
banner
banner
banner