mán 16. desember 2019 10:48
Magnús Már Einarsson
Arteta líklegastur hjá Arsenal - Tikkar í öll box
Mynd: Getty Images
Sky Sports segir að Mikel Arteta sé líklegastur til að taka við sem stjóri Arsenal til frambúðar. Arteta fundaði með mönnum frá Arsenal í gærkvöldi en líklegt þykir að félagið gangi frá ráðningu á nýjum stjóra fyrir áramót.

Arsenal er með tíu manna lista yfir stjóra en þar má meðal annars finna Patrick Vieira, fyrrum fyrirliða liðsins.

Arteta er hins vegar efstur á óskalistanum en hann spilaði í fimm ár með Arsenal á sínum tíma áður en hann gerðist aðstoðarstjóri Manchester City árið 2016.

Árið 2018 var Arteta nálægt því að vera ráðinn stjóri Arsenal en Unai Emery fékk starfið þá.

Arsenal vill fá einhvern sem þekkir félagið, þekkir ensku úrvalsdeildina og einhvern sem getur komið til starfa strax. Arteta tikkar þar í öll box og hann þykir nú líklegastur til að fá starfið.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner