fim 17. janúar 2019 13:30
Elvar Geir Magnússon
Augu Þjóðverja á ungum leikmönnum á Englandi
Jadon Sancho, leikmaður Dortmund.
Jadon Sancho, leikmaður Dortmund.
Mynd: Getty Images
Þýsk félagslið eru farin að horfa til Englands í leit að ungum og spennandi leikmönnum. Að sama skapi eru ungir enskir leikmenn, sem telja sig ekki fá sanngjörn tækifæri í enska boltanum, farnir að horfa til Þýskalands.

Velgengni Jadon Sancho hjá Borussia Dortmund, toppliði þýsku deildarinnar, hefur þarna haft mikið að segja. Margir töldu að Sancho væri að gera mistök þegar hann yfirgaf Manchester City, og Pep Guardiola, til að fara til Dortmund.

En þessi 18 ára leikmaður hefur verið frábær í Þýskalandi og er hægt að bera hann saman við jafnaldra sinn, Phil Foden, sem er enn hjá City.

Á meðan Sancho hefur spilað 10 leiki í þýsku deildinni, 17 klukkustundir og skorað sex mörk, hefur Foden komið átta sinnum af bekknum, leikið 94 mínútur og ekki skorað deildarmark fyrir City.

Nú eru njósnarar frá þýskum félagsliðum algengir gestir á Englandi og fylgjast með ungum leikmönnum hjá stórliðum eins og Liverpool, Manchester United and Arsenal.

The Independent segir að Xavier Amaechi, Tyreece John-Jules og Arthur Okonkwo hjá Arsenal, Curtis Jones hjá Liverpool og Mason Greenwood hjá Manchester United séu allir undir smásjánni í Þýskalandi.

Sá Englendingur sem virðist líklegastur til að vera næstur til að halda til Þýskalands er Callum Hudson-Odoi hjá Chelsea en Bayern München fer ekki leynt með áhuga á þessum 18 ára sóknarleikmanni.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner