Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   fim 17. janúar 2019 14:04
Elvar Geir Magnússon
Botnar ekki í Bielsa og gagnrýnir fjölmiðla
Marcelo Bielsa.
Marcelo Bielsa.
Mynd: Getty Images
Marcelo Bielsa, stjóri Leeds, fer ekki leynt með það að hann og hans starfsteymi 'njósna' um andstæðinga sína.

Um fátt er meira rætt í fótboltaheiminum þessa stundina en Bielsa hélt fréttamannafund í gær þar sem hann sagði hvernig njósnirnar fara fram.

Kollegar Bielsa í ensku Championship-deildinni hafa verið að segja sína skoðun, þar á meðal Alex Neil hjá Preston.

„Ég er gáttaður á því að hann stígi fram og segist hafa gert þetta, og að hann hafi gert þetta lengi, án þess að hann biðjist afsökunar. Eins og hann muni halda áfram að gera þetta," segir Neil.

„Ég er jafnvel enn meira undrandi á fjölmiðlum að hrósa honum fyrir þetta og láta eins og þetta sé frábært. Mér finnst þetta bara furðulegt og neikvætt."
Athugasemdir
banner
banner
banner