fim 17. janúar 2019 10:00
Magnús Már Einarsson
Gylfi vill að Silva fái tíma hjá Everton
Mynd: Getty Images
Gylfi Þór Sigurðsson vill að stuðningsmenn sýni Marco Silva stjóra liðsins þolinmæði á meðan hann byggir upp liðið. Silva tók við stjórnartaumunum af Sam Allardyce í sumar en í augnablikinu er Everton í tíunda sæti deildarinnar.

„Auðvitað tekur þetta tíma. Þetta er fyrsta tímabil hans og þegar hann kom þá vildi hann gera breytingar á leikstílnum og því hvernig félagið verður í framtíðinni," sagði Gylfi við Sky Sports.

„Þetta er vinna þegar nýr stjóri kemur og ég tel að hann sé að sinna mjög góðu starfi í augnablikinu."

Gylfi vill sjá Everton klifra hærra í töflunni á þessu tímabili.

„Við viljum vera ofar í deildinni, ekki bara fyrir félagið heldur líka sem leikmenn og fyrir stuðningsmenn okkar," sagði Gylfi.

„Þegar við vorum í sjötta sæti held ég að leikmenn hafi ekki verið ánægðir því þetta snýst um hvar þú endar tímabilið og okkur líður eins núna. Við erum ekki sáttir. Markmið okkar er að enda tímabilið í góðu sæti."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner