fim 17. janúar 2019 17:30
Magnús Már Einarsson
Jonny Williams tjáir sig um sinn þátt í Netflix seríu Sunderland
Williams var í leikmannahópi Wales á EM 2016.
Williams var í leikmannahópi Wales á EM 2016.
Mynd: Getty Images
Þættirnir ’Til I Die' hafa slegið í gegn á Netflix undanfarnar vikur en þar er fylgst með síðasta tímabili hjá Sunderland. Gera átti þætti um leið liðsins aftur í ensku úrvalsdeildina en tímabilið þróaðist á öfugan hátt og liðið endaði á því að falla niður í Championship deildinni.

Einn af leikmönnunum sem komu mest við sögu í þættinum er miðjumaðurinn Jonny Williams sem var í láni hjá Sunderland frá Crystal Palace á síðasta tímabili.

Meiðsli settu stórt strik í reikninginn hjá Williams en í þáttunum ræðir hann meðal annars við sálfræðing um alla erfiðleikana sem hann hefur gengið í gengum.

„Það var skrýtið að hafa myndavélar út um allt á hverjum degi, í búningsklefanum og í sjúkraherberginu," sagði Williams.

„Stundum áttar þú þig ekki á þessu og ert þú sjálfur og þetta kom þannig út í heimildarmyndinni. Ég hef fengið mikið af góðum skilaboðum frá fólki sem segir að það sé gott að sjá heiðarleika hjá fótboltamönnum og þeir séu þeir sem þeir eru."

„Auðvitað hefur ferill minn ekki verið jafn fullkominn og hjá öðrum leimönnum. Ég hef lent í bakslögum og tekist á við þá áskorun að fara að heiman. Þetta er erfitt og það var frekar sorglegt að horfa upp á þetta (síðasta tímabil)."

„Þetta var lágpunktur á ferli mínum því þetta var frábært tækifæri til að hjálpa Sunderland aftur upp í úrvalsdeildina. Að meiðast var gífurlegt áfall. Þetta voru mikil vonbrigði því þú sást hvað þetta er mikilvægt fyrir alla á svæðinu. Ég vildi bara gera mitt besta en ég náði því ekki."


Í þáttunum var Williams að íhuga að kaupa sér hund til að vera ekki einmanna á heimili sínu. „Ég fékk mér ekki hund. en ég er ennþá að hugsa um það. Ég vil sætan hund sem er ekki með of mikið vesen," sagði Williams.

Williams ólst upp hjá Crystal Palace en hann yfirgaf félagið endanlega á dögunum þegar hann samdi við Charlton í ensku C-deildinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner