Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 17. janúar 2019 12:07
Elvar Geir Magnússon
Malcom til Tottenham?
Barcelona keypti Malcom frá Bordeaux.
Barcelona keypti Malcom frá Bordeaux.
Mynd: Getty Images
Spænska blaðið Sport segir að Tottenham sé í viðræðum við Barcelona um brasilíska vængmanninn Malcom.

Þessi 21 árs leikmaður hefur ekki náð að láta almennilega að sér kveða hjá Börsungum síðan hann var keyptur á 36 milljónir punda síðasta sumar.

Sport segir að Malcom gæti farið á láni til Tottenham með ákvæði um möguleg kaup eftir tímabilið.

Tottenham er í þriðja sæti ensku úrvalsdeildarinnar og eru enn með í Meistaradeildinni og báðum ensku bikarkeppnunum.

Sóknarmaðurinn Harry Kane er meiddur og spilar ekki aftur fyrr en í byrjun mars. Mauricio Pochettino gæti því farið út á markaðinn núna í janúarglugganum en Tottenham keypti ekkert í síðasta sumarglugga.

Kane bætist á meiðslalista Tottenham þar sem fyrir voru Victor Wanyama og Eric Dier ásamt því að Son Heung-Min er með Suður-Kóreu í Asíukeppninni.
Athugasemdir
banner
banner
banner