Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 17. janúar 2019 16:31
Elvar Geir Magnússon
Mourinho: Fólk veit ekki hvað gengur á bak við tjöldin
Mourinho segist eiga heima í fremstu röð.
Mourinho segist eiga heima í fremstu röð.
Mynd: Getty Images
Jose Mourinho segist enn eiga heima í fremstu röð og að hann sé alls ekki hættur í þjálfun.

Mourinho var rekinn frá Manchester United en hann var mættur í myndver beIN Sports sjónvarpsstöðvarinnar í Katar í dag.

„Stundum tjáum við okkur um það sem við sjáum en við vitum ekki hvað er í gangi bak við tjöldin. Það eru áhrif sem við vitum ekki af. Það er lykilatriði," segir Mourinho.

„Sem dæmi þá tel ég eitt mesta afrek mitt á ferlinum að ná öðru sæti í úrvalsdeildinni með Manchester United. Þið segið: 'Gaurinn er að bulla, hann hefur unnið 25 titla' - En ég segi þetta því fólk veit ekki hvað gerist bak við tjöldin. Það sér ekki allar hliðar"

Mourinho segist vera „of ungur" til að hætta og segir að hann eigi enn heima í fremstu röð.

„Ég verð 56 ára eftir nokkrar vikur og er enn of ungur. Ég á heima í fremstu röð í fótboltanum. Ég á heima þar sem besti fótboltinn er spilaður og þar mun ég vera," segir Mourinho.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner