Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
banner
   fim 17. janúar 2019 13:00
Oddur Stefánsson
Heimild: Sportskeeda 
Pochettino: Meiðsli Kane engin afsökun
Harry Kane sat á vellinum eftir leik á meðan hann var skoðaður
Harry Kane sat á vellinum eftir leik á meðan hann var skoðaður
Mynd: Getty Images
Talið er að Harry Kane sóknarmaður Tottenham geti verið frá í allt að tvo mánuði eftir að hafa lent í ökklameiðslum í tapi gegn Manchester United síðustu helgi.

Mauricio Pochettino þjálfari Tottenham segir að þeir geti ekki notað meiðslin sem afsökun ef þeir ná ekki öllum sínum markmiðum á þessu tímabili.

„Auðvitað er Harry Kane einn besti framherji í heimi, við getum ekki neitað því." Segir Pochettino.

„En í öllum liðum með vonir um að ná árangri verða þau að vera með sinn besta leikmann, en það getur ekki verið afsökun ef við náum ekki okkar markmiðum."

Kane varð fyrir meiðslum á loka sekúndum leiksins í tapi gegn Manchester United á sunnudaginn en Tottenham er nú níu stigum á eftir toppliði Liverpool.

Harry Kane hefur skorað 14 mörk í deildinni á þessu tímabili og spilaði algjört lykilhlutverk í að koma Tottenham í 16 liða úrslit Meistaradeildarinnar. Fjarvera hans gæti haft alvarleg áhrif á Tottenham og möguleika þeirra á að vinna einhverja titla.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner