Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 17. janúar 2019 14:46
Elvar Geir Magnússon
Scholes: Mourinho vildi vera rekinn
Paul Scholes.
Paul Scholes.
Mynd: Getty Images
Jose Mourinho.
Jose Mourinho.
Mynd: Getty Images
Manchester United goðsögnin Paul Scholes segir að Jose Mourinho hafi viljandi látið reka sig frá félaginu.

Mourinho var rekinn í síðasta mánuði og gekk í burtu með 18 milljónir punda. Hann er duglegur að fylla á bankabókina sína um þessar mundir og verður sérfræðingur í Katar kringum landsleik gegn Sádi-Arabíu í dag.

Scholes var helsti gagnrýnandi Mourinho á meðan hann stýrði United og oft lentu þeir í orðaskiptum í gegnum fjölmiðla.

„Mér fannst Mourinho ekki vilja vera þarna. Hann stýrði brotthvarfi sínu á fullkominn hátt þegar á hólminn var komið," segir Scholes.

„Fréttamannafundirnir hans voru vandræðalegir, svo neikvæðir. Það var augljóst í lokin að leikmenn vildu ekki spila fyrr hann. Rétta niðurstaðan kom að lokum."

Scholes segist hafa byrjað að gruna að Mourinho vildi láta reka sig þegar hann lenti upp á kant við Antonio Valencia fyrirliða. Scholes spilaði með Valencia.

„Hann lenti í deilum við Antonio Valencia sem er geðþekkasti maður heims. Það er ómögulegt að lenda í deilum við Antonio Vanlencia! Það var stórt merki þess að eitthvað væri ekki rétt."

Scholes var spurður út í gagnrýni sína á Mourinho í gegnum veru Portúgalans á Old Trafford.

„Ég var bara heiðarlegur þegar ég var spurður. Á undirbúningstímabilinu byrjaði hann að kvarta og sagði að ungu leikmennirnir væru ekki nægilega góðir. Ég var ekki hrifinn af þeim ummælum," segir Scholes.

United hefur unnið alla sex leiki sína síðan Mourinho var rekinn en Ole Gunnar Solskjær var ráðinn stjóri út tímabilið.
Athugasemdir
banner
banner
banner