fim 17. janúar 2019 12:30
Elvar Geir Magnússon
Skipti Solskjær um sæti til að fylgjast með varamönnum?
Solskjær hefur stýrt United til sigurs í öllum sex leikjunum sem hann hefur stýrt.
Solskjær hefur stýrt United til sigurs í öllum sex leikjunum sem hann hefur stýrt.
Mynd: Getty Images
Manchester United er á sigurbraut undir stjórn Ole Gunnar Solskjær og ferskir vindar blásið á Old Trafford eftir að sá norski tók við stjórnartaumunum.

Solskjær hefur breytt ýmsu og meðal þess er sætaskipan á varamannabekknum. Þjálfarateymið situr nú efst en þegar Jose Mourinho var við störf sat það fremst.

Þessi breyting hefur skapað umræður meðal stuðningsmanna United á Reddit.

„Ég held að helsta ástæðan sé að fá betri yfirsýn yfir leikinn en einnig til að fylgjast með leikmönnum á bekknum og hvort þeir séu að fylgjast vel með," skrifaði einn stuðningsmaðurinn.

„Hann talar alltaf um hvernig varamenn eiga að fylgjast með leiknum og hugsa út í hvernig hann gæti skaðað andstæðinginn ef hann kemur inn."

Góður punktur en annar stuðningsmaður kom jafnvel með betri tilgátu:

„Sir Alex Ferguson var alltaf með þessa sætaskipan svo hann fylgir bara í hans fótspor."

Embed from Getty Images
Athugasemdir
banner
banner
banner