Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 17. janúar 2019 21:21
Ívan Guðjón Baldursson
Spánn: Iglesias hetja Espanyol - Betis áfram á útivallarmörkum
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Real Betis og Espanyol eru komin áfram í 8-liða úrslit spænska Konungsbikarsins eftir leiki kvöldsins.

Real Betis kemst heppilega áfram á útivallarmörkum eftir 2-2 jafntefli gegn Real Sociedad, en liðin gerðu markalaust jafntefli í fyrri leiknum.

Sergio Canales kom Betis yfir í dag en Igor Zubeldia jafnaði og var staðan jöfn í leikhlé. Mikel Merino kom heimamönnum yfir í síðari hálfleik en Loren náði að jafna.

Gestirnir gerðu vel að halda jafnteflinu út leikinn og eru komnir í 8-liða úrslit ásamt Real Madrid, Getafe, Sevilla, Valencia og Girona auk Espanyol.

Espanyol lenti ekki í erfiðleikum gegn Villarreal eftir 2-2 jafntefli í fyrri leik liðanna. Pablo Piatti og Borja Iglesias skoruðu báðir úr vítaspyrnum í fyrri hálfleik og gerði Iglesias út um viðureignina á 74. mínútu.

Real Sociedad 2 - 2 Real Betis (2-2 samanlagt)
0-1 Sergio Canales ('37)
1-1 Igor Zubeldia ('40)
2-1 Mikel Merino ('62)
2-2 Loren ('70)
Rautt spjald: Giovani Lo Celso, Real Betis ('91)

Espanyol 3 - 1 Villarreal (5-3 samanlagt)
1-0 Pablo Piatti ('34, víti)
2-0 Borja Iglesias ('37, víti)
2-1 Samuel Chukwueze ('42)
3-1 Borja Iglesias ('74)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner