Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fim 17. janúar 2019 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Stuðningsmenn Man Utd fá tæplega 9% sætanna á Emirates
Stuðningsmenn Man Utd fá aðeins 5233 sæti á Emirates.
Stuðningsmenn Man Utd fá aðeins 5233 sæti á Emirates.
Mynd: Fótbolti.net - Andri Fannar
Arsenal tekur á móti Manchester United í enska bikarnum föstudaginn 25. janúar og er mikil eftirvænting fyrir viðureignina enda eru tvö sigursælustu lið frá upphafi keppninnar að mætast.

Það hefur vakið mikla reiði stuðningsmanna Man Utd að þeir fái aðeins úthlutað 8,7% sætanna á Emirates, heimavelli Arsenal, er liðin mætast.

Þetta brýtur gegn reglum bikarsins um að stuðningsmenn gestaliðsins eigi að fá minnst 15% sæta.

Man Utd mótmælti þessari ákvörðun en knattspyrnusambandið var sammála rökfærslu Arsenal um að þetta væri gert af öryggisástæðum.

„Við tökum öryggismálum mjög alvarlega og höfum komist að þeirri niðurstöðu að það er ekki öruggt að opna efri stúkuna fyrir stuðningsmönnum gestaliðsins," sagði talsmaður Arsenal.
Athugasemdir
banner
banner
banner