Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   fim 17. janúar 2019 17:00
Magnús Már Einarsson
Tvíburarnir úr Dalvík/Reyni æfa með KA
Þorri Mar Þórisson í leik með Dalvík/Reyni.
Þorri Mar Þórisson í leik með Dalvík/Reyni.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Tvíburabræðurnir Nökkvi Þeyr og Þorri Mar Þórissynir hafa undanfarnar vikur æft með liði KA. Þetta staðfesti Óli Stefán Flóventsson, þjálfari KA, við Fótbolta.net í dag.

Nökkvi og Þorri eru báðir fæddir árið 1999 en þeir hjálpuðu Dalvík/Reyni að vinna 3. deildina á síðasta tímabili.

Nökkvi og Þorri eru frá Dalvík en þeir spiluðu með U17 og U19 ára liðum Hannover áður en þeir sneru aftur á heimaslóðir síðastliðið vor.

Í sumar skoraði Nökkvi tíu mörk og Þorri fjögur fyrir Dalvík/Reyni í 3. deildinni. Nökkvi er framherji en Þorri kantmaður.

Eftir tímabilið fór Nökkvi til norska félagsins Valerenga á reynslu en hann æfði einnig með FH síðastliðið sumar.

Þorri spilaði með KA í Kjarnafæðismótinu um síðustu helgi en bróðir hans Nökkvi var ekki með þar vegna meiðsla.
Athugasemdir
banner
banner