Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 17. janúar 2020 20:53
Ívan Guðjón Baldursson
Holland: Elías Már setti tvennu í fjörugu jafntefli
Elías Már er fastamaður í byrjunarliði Excelsior.
Elías Már er fastamaður í byrjunarliði Excelsior.
Mynd: Getty Images
Excelsior 3 - 3 Telstar
0-1 S. Pattynama ('15)
1-1 Elías Már Ómarsson ('48)
2-1 Elías Már Ómarsson ('57)
2-2 R. Kharchouch ('65)
3-2 F. Korpershoek ('70, sjálfsmark)
3-3 G. Plet ('71)

Elías Már Ómarsson lék allan leikinn er Excelsior gerði 3-3 jafntefli við Telstar í hollensku B-deildinni.

Leikurinn var hnífjafn allan tímann en nóg um færi og leiddu gestirnir í leikhlé, 0-1.

Elías Már svaraði fyrir heimamenn og skoraði tvö mörk í upphafi síðari hálfleiks.

Skömmu síðar kom sex mínútna kafli með þremur mörkum, einu frá Excelsior og tveimur frá Telstar. Lokatölur urðu því 3-3.

Excelsior er í umspilsbaráttunni, þremur stigum fyrir ofan Telstar. Excelsior er með 36 stig eftir 22 umferðir.
Athugasemdir
banner
banner
banner