Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 17. janúar 2021 18:21
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
England: Markalaust þegar risarnir mættust
Paul Pogba fékk gott tækifæri til að skora sigurmarkið.
Paul Pogba fékk gott tækifæri til að skora sigurmarkið.
Mynd: Getty Images
Liverpool 0 - 0 Manchester Utd

Liverpool og Manchester United gerðu markalaust jafntefli í stórslag í ensku úrvalsdeildinni. Þessa leiks var beðið með mikilli eftirvæntingu um allt land en ekki komst hann nærri því að standast þær væntingar.

Liverpool var sterkari aðilinn í fyrri hálfleiknum, mikið sterkari. Það var hins vegar ekki mikið um opnanir.

Það átti sér stað athyglisvert atvik undir lok fyrri hálfleiks, þegar Paul Tierney flautaði til hálfleiks. Hann flautaði nefnilega akkúrat þegar Thiago - sem var frábær í fyrri hálfleiknum - átti mjög góða sendingu inn fyrir vörn United.

Sadio Mane elti boltann og var sloppinn í gegn. Dómarinn flautaði akkúrat þegar Thiago tók sendinguna en það voru 45:54 á klukkunni. Einni mínútu var bætt við.

Staðan var markalaus í hálfleik. Liverpool byrjaði seinni hálfleikinn nokkuð vel en það var United sem fékk hættulegri færin á seinni 45 mínútunum. Bruno Fernandes og Paul Pogba áttu báðir skot inn í teignum en Alisson var vel á verði.

Lokatölur 0-0 í þessum leik á milli tveggja stærstu félaga Englands. Man Utd er því áfram á toppi deildarinnar en núna með 38 stig. Liverpool er með 35 stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner