fös 17. febrúar 2017 16:04
Magnús Már Einarsson
Selfoss fær mann sem var hjá Barcelona (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Selfyssingar hafa fengið framherjann Alfi Conteh-Lacalle til liðs við sig fyrir átökin í Inkasso-deildinni í sumar.

Alfi ólst upp hjá Barcelona og skoraði meðal annars átta mörk í þrettán leikjum með B liði félagsins áður en hann fór í spænsku neðri deildirnar.

Síðan þá hefur Alfi meðal annars leikið í Grikklandi, Ungverjalandi, Andorra og síðast í Noregi.

Alfi lék einnig fjóra leiki með U19 ára landsliði Spánar árið 2004.

Þessi 32 ára gamli leikmaður á ættir að rekja til Sierra Leone og árið 2008 lék hann einn landsleik þar.

Alfi er kominn til Íslands og verður með Selfyssingum gegn KR í Lengjubikarnum á sunnudaginn.
Athugasemdir
banner
banner