Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mið 17. febrúar 2021 12:00
Magnús Már Einarsson
Meistaraspáin - Verður Ronaldo í stuði?
Cristiano Ronaldo.
Cristiano Ronaldo.
Mynd: Getty Images
Sevilla mætir Dortmund.
Sevilla mætir Dortmund.
Mynd: Getty Images
16-liða úrsilt Meistaradeildarinnar halda áfram í kvöld og Meistaraspáin er á sínum stað. Sérfræðingar í ár eru Kristján Guðmundsson og Guðmundur Steinarsson.

Spáð er um úrslit allra leikja í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar. Fyrir hárréttar lokatölur fást 3 stig en 1 stig ef rétt tákn er á leiknum.

Kristján Guðmundsson

Porto 1 - 2 Juventus
Hvorugt liðið hefur náð sér sérstaklega á strik í vetur og jafntefli líklegustu úrslitin. Juventus með Ronaldo líður þó vel í Meistaradeildinni og þeir vinna í kvöld og fara með sterka stöðu inn í seinni leikinn.

Sevilla 3 - 1 Dortmund
Sevilla hafa unnið alla heimaleiki sína það sem af er ári og halda því áfram í kvöld gegn Dortmundar-liði sem hefur algerlega tapað jafnvæginu. Burki ekki í markinu hjá þeim hjálpar ekki valtri vörninni en sóknarlínan mun skora eitt mark til að halda lífi í einvíginu. Papu Gomez spilar sinn fyrsta Meistaradeildarleik fyrir Sevilla í kvöld sem verður gaman að fylgjast með.

Guðmundur Steinarsson

Porto 1 - 3 Juventus
Lið sem eru með svipuð vandamál, hafa átt erfitt með að loka stóru leikjunum sínum á tímabilinu. Lang stærsti munurinn á liðunum er Ronaldo. Hann skín skærast á stóra sviðinu og ég tel að hann dragi liðið áfram í þessum leik.

Sevilla 1 - 2 Dortmund
Ólíkt gengi þessara liða að undanförnu. Sevilla á blússandi ferð, meðan Dortmund er í smá brekku. Þeir þýsku þurfa að treysta á að ungstirnin finni taktinn sem og að Hitz loki markinu í fjarveru Burki. Held að Dortmund taki þetta þó allt bendi á Sevilla sé líklegra.

Fótbolti.net - Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke

Porto 0 - 2 Juventus
Juventus vinnur þægilegan 0-2 sigur gegn Porto. Porto byrjar leikinn ágætlega en svo mun augljós gæðamunur sýna sig og Juve rífur sig í gang eftir lélegan leik gegn Napoli.

Sevilla 1 - 1 Dortmund
Þetta er talsvert jafnari viðureign og mín spá er sú að Sevilla muni halda meira í boltann. 1-1 eftir frekar bragðdaufan fyrri leik sem gulir eru þokkalega sáttir við.
Athugasemdir
banner
banner
banner