mið 17. febrúar 2021 05:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Meistaradeildin í dag - Evrópudeildarmeistararnir eiga leik
Sevilla ver ekki Evrópudeildartitil sinn í ár þar sem liðið komst áfram í Meistaradeildinni.
Sevilla ver ekki Evrópudeildartitil sinn í ár þar sem liðið komst áfram í Meistaradeildinni.
Mynd: Getty Images
Það fara fram tveir leikir í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu þennan miðvikudaginn.

Porto frá Portúgal tekur á móti Ítalíumeisturum Juventus en Juventus vann riðil sinn í keppninni. Í riðli Juventus var meðal annars Barcelona en ítalska stórliðið hafði betur á innbyrðis viðureignum. Porto hafnaði í öðru sæti í riðli sem Manchester City vann. Það verður gaman að sjá hvort Porto nái að stríða Juventus í kvöld.

Sevilla og Borussia Dortmund eigast þá við, en Sevilla er ríkjandi Evrópudeildarmeistari. Þeir vinna ekki þá keppni í þetta og fá þeir erfitt verkefni í 16-liða úrslitum gegn sterku liði Dortmund frá Þýskalandi.

Þetta eru fyrri leikir í 16-liða úrslitum keppninnar. Þeir hefjast klukkan 20:00 og eru sýndir í beinni útsendingu á sportrásum Stöð 2.

miðvikudagur 17. febrúar

CHAMPIONS LEAGUE: 1/8 Final
20:00 Porto - Juventus (Stöð 2 Sport 2)
20:00 Sevilla - Borussia Dortmund (Stöð 2 Sport 4)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner