banner
   mið 17. febrúar 2021 12:30
Hafliði Breiðfjörð
Rauði Baróninn gaf út plötu í dag
Nýja platan frá Garðari Erni sem í dag er nefndur Son of Henry.
Nýja platan frá Garðari Erni sem í dag er nefndur Son of Henry.
Mynd: Aðsend
Garðar Örn Hinriksson var einn besti dómari landsins á sínum tíma.
Garðar Örn Hinriksson var einn besti dómari landsins á sínum tíma.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hann lagði flautuna á hilluna árið 2016. Hann tók hljóðnemann af hillunni árið 2020. Hann var nefndur Rauði Baróninn. Í dag er hann nefndur Son of Henry.

Fyrrum knattspyrnudómarinn, Garðar Örn Hinriksson, gaf út í dag sína fyrstu hljómplötu It´s Just Me undir listamannanafninu Son of Henry.

Platan inniheldur 10 lög sem að stórum hluta fjalla um þann sjúkdóm sem hann greindist með snemma árs 2017, Parkinson sjúkdóminn.

Parkinson sjúkdómurinn, sem er ólæknandi, er taugahrörnunarsjúkdómur sem hefur áhrif á þær taugafrumur í heilanum sem stjórna hreyfingu.

Sjúkdómurinn hefur einnig áhrif á raddir fólks í mörgum tilfellum. Því var það núna eða aldrei að setjast niður og semja tónlist og drífa sig í hljóðver.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Garðar kemur nálægt tónlist þvíhann var áður í hljómsveit sem kallaði sig URL. Plötuna má meðal annars finna á Spotify. Megi fólk njóta.

Smelltu hér til að hlusta á Spotify.



Athugasemdir
banner
banner
banner