Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 17. febrúar 2021 07:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Samningi Freddy Adu í Svíþjóð rift eftir tvo mánuði
Freddy Adu var á sínum tíma mikið undrabarn.
Freddy Adu var á sínum tíma mikið undrabarn.
Mynd: Getty Images
Sorgarsaga Bandaríkjamannsins Freddy Adu í fótboltanum heldur áfram.

Hann samdi við Österlen FF sem er í C-deildinni í Svíþjóð fyrir tveimur mánuðum síðan.

Núna er félagið búið að rifta samningi við hann. Aftonbladet segir frá þessu.

„Það er einhvers konar valdabarátta í gangi hjá félaginu. Þjálfarinn vill meina að ég hafi verið fenginn inn án hans samþykkis og hann var ekki ánægður með það," sagði Adu.

Adu var einungis 14 ára gamall þegar hann gerði atvinnumannasamning við DC United í Bandaríkjunum en á þeim tíma voru bundnar miklar vonir við hann.

Ungur að árum spilaði Adu 17 landsleiki en síðan fjaraði undan ferlinum og hann hefur ekki spilað með landsliðinu síðan 2011. Hinn 31 árs gamli Adu hefur verið á flakki síðastliðinn áratug en hann var meðal annars á mála hjá Benfica í Portúgal og Bahia í Brasilíu.
Athugasemdir
banner