Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 17. febrúar 2021 15:45
Elvar Geir Magnússon
Sir Alex: Óttaðist mest að verða fyrir minnistapi
Sir Alex Ferguson.
Sir Alex Ferguson.
Mynd: Getty Images
Sir Alex Ferguson, fyrrum stjóri Manchester United, segir að sinn stærsti ótti hafi verið að tapa minninu eftir að hann varð fyrir heilablæðingu 2018.

Seinna á árinu verður frumsýnd ný heimildarmynd um Sir Alex sem er leikstýrð af syni hans. Myndin ber heitið 'Sir Alex Ferguson: Never Give In' eða 'Gefðu aldrei eftir'.

Í myndinni rifjar Sir Alex upp minningar frá ævi sinni, innan sem utan vallar. Fjallað verður um leikmannaferil hans í Skotlandi og sigurgöngu hans með Manchester United.

„Ég óttaðist það mest að missa minnið þegar ég fékk heilablóðfallið," segir Sir Alex sem er 79 ára.

„Við gerð myndarinnar gat ég rifjað upp mikilvægustu stundir lífs míns, bæði góðar og slæmar. Þar sem sonur minn leikstýrir er hægt að tryggja heiðarlega og nána frásögn."

Sir Alex hætti sem knattspyrnustjóri 2013 og fór í aðgerð vegna heilablæðingar þann 5. maí 2018. Hann var marga daga á sjúkrahúsi.

Í heimildarmyndinni verða myndir sem ekki hafa komið í dagsljósið áður og rætt er við fjölskyldumeðlimi hans. Eric Cantona, Ryan Giggs og Gordon Strachan koma einnig við sögu í myndinni.

Sir Alex Ferguson var stjóri Manchester United í 26 og hálft ár og vann 38 titla, þar á meðal 13 Englandsmeistaratitla og tvo Meistaradeildartitla.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner