Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 17. febrúar 2021 11:30
Magnús Már Einarsson
Stjóri Bristol rekinn - Spilaði á sínum tíma með Val
Mynd: Getty Images
Dean Holden, stjóri Bristol City í ensku Championship deildinni, hefur verið rekinn úr starfi.

Bristol tapaði 6-0 gegn Watford um helgina og 2-0 tap gegn Reading í gær var sjötta tap liðsins í röð.

Holden mætti ekki í viðtöl eftir leikinn í gærkvöldi og fljótlega var staðfest að hann hefði verið rekinn.

Bristol City siglir lygnan sjó í 13. sæti í Championship deildinni.

Hinn 41 árs gamli Holden tók við Bristol af Lee Johnson í fyrrasumar. Hann spilaði með Val í efstu deild á Íslandi árið 2001 en hann var þá á láni frá Bolton.
Athugasemdir
banner
banner
banner