Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mið 17. febrúar 2021 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Tvær skrifuðu undir langtímasamninga við ÍR
Mynd: ÍR
„Blekið heldur áfram að detta á samningsblöðin í Mjóddinni," segir í tilkynningu frá ÍR en Breiðholtsfélagið var að endursemja við tvo leikmenn sína.

Þær Lovísa Guðrún Einarsdóttir og Þórdís Helga Ásgeirsdóttir skrifuðu undir langtímasamninga við félagið.

Stúlkurnar gengu báðar til liðs við félagið á liðnu vori og báðar komu þær úr Fylki.

Lovísa, sem er fædd árið 2000, lék 16 leiki síðasta sumar og skoraði í þeim sjö mörk mörk. „Lovísa er frábær miðjumaður sem getur leyst allar stöðurnar í miðjuþríhyrningnum. Hún er með næmt auga fyrir spili og frábær skotmanneskja sem kemur með mikla ógn af miðjunni," segir Engilbert Friðfinnsson, annar þjálfara ÍR.

Þórdís Helga lék alla leikina 17 fyrir ÍR í fyrra en fékk lítið að fara í sóknina til að skora en kom í veg fyrir því fleiri mörk á hinum enda vallarins.

„Þórdís hefur allt til að bera sem þarf til að verða öflugur varnarmaður. Hún er grjóthörð með góðan hraða og öflugan leikskilning og tilbúin að fórna sér algjörlega fyrir málstaðinn," segir Engilbert.

„Þær Þórdís og Lovísa hafa frá fyrsta degi verið tilbúnar að leggja mikið á sig og gert heilmiklar kröfur til sín og samherjanna. Þeirra fótboltalega uppeldi var í Árbænum og það gleður okkur mjög að þær hafi valið það í fyrra að hoppa yfir Elliðaárdalinn til að klæðast hvítbláu og enn frekar nú þegar þær eru ákveðnar í að vera með í næstu skrefunum sem miðast að því að fara hærra og ná lengra. Þær eru báðar svo sannarlega með hæfileikann og hugarfarið sem þarf til þess," segir Magnús Þór Jónsson, formaður knattspyrnudeildar ÍR.

Frekari frétta er að vænta af samningamálum ÍR á næstu dögum, en liðið leikur í 2. deild kvenna.
Athugasemdir
banner
banner
banner