Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 17. febrúar 2021 16:24
Elvar Geir Magnússon
Valur fær sænskan bakvörð
Johann­es Vall í leik með Falkenberg.
Johann­es Vall í leik með Falkenberg.
Mynd: Getty Images
Sænski vinstri bakvörður­inn Johann­es Vall er að ganga til liðs við Íslands­meist­ara Vals sam­kvæmt heim­ild­um mbl.is.

Vall, sem er 28 ára gam­all, lék með Lj­ungskile í sænsku B-deild­inni á síðustu leiktíð. Einnig hefur hann leikið fyrir Fal­ken­bergs, Norr­köp­ing og Östers á ferl­in­um.

Vall lék á sínum tíma þrjá leiki fyrir U17 landslið Svía.

Honum er ætlað að fylla skarðið sem Valgeir Lunddal Friðriksson skildi eftir sig þegar hann var seldur til Häcken í Svíþjóð.

Komnir/Farnir hjá Valsmönnum:

Komnir
Arnór Smárason frá Lilleström
Kristófer Jónsson frá Haukum
Tryggvi Hrafn Haraldsson frá Lilleström

Farnir
Aron Bjarnason til Ujpest (Var á láni)
Eiður Aron Sigurbjörnsson í ÍBV
Einar Karl Ingvarsson í Stjörnuna
Kasper Högh til Randers (Var á láni)
Lasse Petry til HB Köge
Valgeir Lunddal Friðriksson í Hacken
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner