Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 17. mars 2019 19:10
Arnar Helgi Magnússon
Einkunnir Everton og Chelsea: Gylfi á meðal bestu manna
Richarlison fagnar marki sínu í dag.
Richarlison fagnar marki sínu í dag.
Mynd: Getty Images
Everton vann góðan sigur á Chelsea þegar liðin mættust í ensku úrvalsdeildinni í dag á Goodison Park í Liverpool-borg.

Gylfi Þór Sigurðsson skoraði eitt marka Everton í leiknum. Gylfi tók vítaspyrnu sem að Kepa varði en boltinn barst síðan til Gylfa sem að skoraði af stuttu færi.

Sky gefur Gylfa sjö í einkunn eftir leikinn. Idrissa Gueye var frábær á miðjunni hjá Everton í leiknum og var hann valinn maður leiksins.

Marcos Alonso fékk lægstu einkunn vallarins eða fjóra. Hann braut af sér í vítinu, fékk gult spjald og hefði mögulega getað fengið rautt.

Everton: Pickford (7), Coleman (6), Keane (6), Mina (6), Digne (7), Gomes (6), Gueye (8), Richarlison (7), Sigurdsson (7), Bernard (6), Calvert-Lewin (7).
Varamenn: Schneiderlin (5), Walcott (5), Davies (spilaði ekki nóg).

Chelsea: Kepa (5), Azpilicueta (5), Rudiger (5), Luiz (5), Alonso (4), Jorginho (6), Kante (6), Barkley (5), Pedro (6), Hazard (6), Higuain (5).
Varamenn: Loftus-Cheek (5), Hudson-Odoi (6), Giroud (5).

Maður leiksins: Idrissa Gueye.
Athugasemdir
banner
banner
banner