sun 17. mars 2019 17:18
Arnar Helgi Magnússon
Færeyjar: Heimir og Gaui Þórðar sættust á jafnan hlut
Gaui byrjar vel í Færeyjum.
Gaui byrjar vel í Færeyjum.
Mynd: Baldur Smári Ólafsson
HB 1 - 1 NSÍ Runavík
0-1 Petur Knudsen ('8 )
1-1 Pætur Petersen ('59 )

Það var Íslendingaslagur í færeysku úrvalsdeildinni í dag þegar HB og NSÍ Runavík mættust. Heimir Guðjónsson stýrir HB og Guðjón Þórðarson stýrir NSÍ Runavík.

Runavík komst yfir strax á áttundu mínútu leiksins þegar Petur Knudsen kom liðinu yfir. Jöfnunarmark HB kom ekki fyrr en eftir tæplega klukkutíma leik en það gerði Pætur Petersen.

Brynjar Hlöðversson var í byrjunarliði HB í leiknum.

Deildin hófst um síðustu helgi en Heimir Guðjónsson og hans lærisveinar gerður jafntelfi í fyrstu umferð á meðan NSÍ Runavík sótti þrjú stig á móti EB/Streymur.

Eftir tvær umferðir situr NSÍ Runavík í öðru sæti deildarinnar en HB er í því sjöunda með tvö stig.
Athugasemdir
banner
banner