Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 17. mars 2019 21:31
Arnar Helgi Magnússon
Ítalía: Inter stöðvaði sigurgöngu AC Milan
Martinez var frábær í kvöld
Martinez var frábær í kvöld
Mynd: Getty Images
Milan 2 - 3 Inter
0-1 Matias Vecino ('3 )
0-2 Stefan de Vrij ('51 )
1-2 Tiemoue Bakayoko ('57 )
1-3 Lautaro Martinez ('67 , víti)
2-3 Mateo Musacchio ('71 )

Áhorfendur á San Siro fengu mikið fyrir peninginn þegar þeir mættu á leik AC Milan og Inter Milan í ítölsku úrvalsdeildinni í kvöld. Um var að ræða nágrannaslag sem að beðið var eftir með mikilli eftirvæntingu.

Matias Vecino kom Inter yfir eftir tæplega þriggja mínútna leik eftir undirbúning frá Lautaro Martínez. Fleiri mörk voru ekki skoruð í fyrri hálfleik og því Inter sem að leiddi þegar 45 mínútur voru liðnar.

Hollendingurinn Stefan de Vrij tvöfaldaði forystu Inter í byrjun síðari hálfleiks með skallamarki eftir sendingu frá Matteo Politano.

Tiemoue Bakayoko, lánsmaður frá Chelsea, minnkaði muninn á 57. mínútu þegar að hann skoraði sitt fyrsta mark í búningi AC Milan. Leikmaður sem að hefur fengið sinn skammt af gagnrýni en er þó búinn að spila vel undanfarið.

Inter Milan fékk vítaspyrnu á 67. mínútu. Lautaro Martinez fór á punktinn og skoraði örugglega framhjá Gianluigi Donnarumma.

Liðsmenn Milan voru ekki enn búnir að gefast upp en Mateo Musacchio minnkaði muninn á nýjan leik þegar hann skoraði af stuttu færi.

Nær komst AC Milan ekki og Inter fór því með sigur af hólmi, nokkuð óvænt. Fyrir leikinn hafði AC Milan unnið fimm leiki í röð á meðan Inter hefur verið í brasi.
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Inter 33 27 5 1 79 18 +61 86
2 Milan 33 21 6 6 64 39 +25 69
3 Juventus 33 18 10 5 47 26 +21 64
4 Bologna 33 17 11 5 48 26 +22 62
5 Roma 32 16 7 9 57 38 +19 55
6 Atalanta 32 16 6 10 59 37 +22 54
7 Lazio 33 16 4 13 42 35 +7 52
8 Napoli 33 13 10 10 50 41 +9 49
9 Fiorentina 32 13 8 11 45 36 +9 47
10 Torino 33 11 13 9 31 29 +2 46
11 Monza 33 11 10 12 35 43 -8 43
12 Genoa 33 9 12 12 35 40 -5 39
13 Lecce 33 8 11 14 30 48 -18 35
14 Cagliari 33 7 11 15 36 56 -20 32
15 Verona 33 7 10 16 31 44 -13 31
16 Empoli 33 8 7 18 26 48 -22 31
17 Udinese 32 4 16 12 30 48 -18 28
18 Frosinone 33 6 10 17 40 63 -23 28
19 Sassuolo 33 6 8 19 39 65 -26 26
20 Salernitana 33 2 9 22 26 70 -44 15
Athugasemdir
banner
banner
banner