Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 17. mars 2019 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Lengjubikar kvenna: Fjölnir vann á Seltjarnarnesi
Mynd: Auður Erla Guðmundsdóttir
Fjölnir hafði betur gegn Gróttu er liðin mættust í C-deild Lengjubikars kvenna í gær.

Tinna Jónsdóttir kom Gróttu yfir í fyrri hálfleik en Rósa Pálsdóttir jafnaði og var staðan 1-1 í leikhlé.

Allt var í járnum í upphafi síðari hálfleiks en Fjölnisstúlkur komust yfir þegar Tinna Brá Magnúsdóttir varð fyrir því óláni að setja knöttinn í eigið net.

Skömmu síðar fékk Birna Rún Erlendsdóttir rautt spjald og var lokakaflinn erfiður fyrir tíu leikmenn Gróttu.

Fjölnir bætti tveimur mörkum við undir lokin og uppskar 1-4 sigur.

Sameinað lið Fjarðabyggðar, Leiknis F. og Hattar skoraði þá sjö mörk gegn sameinuðu liði Sindra og Einherja.

C-deild, riðill 1:
Grótta 1 - 4 Fjölnir
1-0 Tinna Jónsdóttir ('20)
1-1 Rósa Pálsdóttir ('34)
1-2 Tinna Brá Magnúsdóttir ('71, sjálfsmark)
1-3 Rósa Pálsdóttir ('90)
1-4 Írena Björk Gestsdóttir ('90)
Rautt spjald: Birna Rún Erlendsdóttir, Grótta ('78)

C-deild, riðill 3:
Fjarðabyggð/Leiknir/Höttur 7 - 2 Sindri/Einherji
Upplýsingar um markaskorara vantar

Markaskorarar af urslit.net
Athugasemdir
banner
banner
banner