Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 17. mars 2019 10:30
Ívan Guðjón Baldursson
Rafa vill VAR til Englands - Biðjum ekki um mikið
Mynd: Getty Images
Rafael Benitez var ánægður með frammistöðu sinna manna en ósáttur með dómgæsluna eftir að Newcastle náði dramatísku jafntelfi á útivelli gegn Bournemouth í gær.

Solomon Rondon kom Newcastle yfir í uppbótartíma fyrri hálfleiks með marki beint úr aukaspyrnu en Joshua King jafnaði í upphafi síðari hálfleiks úr umdeildri vítaspyrnu, sem Rafa var ekki sáttur með.

„Frammistaða minna manna var góð en gangur leiksins breyttist á fyrstu mínútu í síðari hálfleik. Fyrir sumar ákvarðanir þarftu að nota VAR til að vera viss um að gera ekki mistök," sagði Rafa.

„Það voru alltof margar ákvarðanir sem fóru ekki með okkur í dag. Við biðjum ekki um mikið, bara að leikurinn verði gerður sanngjarnari. Ef þú ætlar að gefa þessa vítaspyrnu þá verðuru að gefa 100 spyrnur í hverjum einasta leik.

„Þetta mark breytti öllu en þetta er ekki í fyrsta sinn sem við lendum í þessu. Sem betur fer kunna leikmennirnir að bregðast rétt við og nældu sér í stig."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner