Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 17. mars 2020 22:08
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Baines vill líklega Everton frekar en Los Angeles
Leighton Baines.
Leighton Baines.
Mynd: Getty Images
Leighton Baines vill skrifa undir nýjan eins árs samning við Everton þrátt fyrir áhuga frá MLS-deildinni. Þetta kemur fram hjá The Athletic.

Baines hefur verið í 13 ár á mála hjá Everton og hann vill halda vegferð sinni áfram hjá félaginu þrátt fyrir að hafa aðeins spilað sex leiki í öllum keppnum á þessari leiktíð.

Carlo Ancelotti, stjóri Gylfa Þórs Sigurðssonar og félaga í Everton, vill ólmur halda í Baines.

Síðasta sumar var vinstri bakvörðurinn orðaður við bæði félögin í Los Angeles í Bandaríkjunum, Los Angeles Galaxy og LAFC, en hann hallast núna að því að vera áfram í bláa hluta Liverpool-borgar. Börn hans þrjú eru öll í skóla í Merseyside og honum sjálfum líður vel á svæðinu.

Þess má geta að Baines er aðeins tíu leikjum frá því að bæta met Tim Howard yfir flesta leiki með Everton í ensku úrvalsdeildinni. Met Howard eru 354 leikir.
Athugasemdir
banner
banner
banner