Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
banner
   þri 17. mars 2020 13:40
Elvar Geir Magnússon
Copa America færist til 2021
Mynd: Getty Images
Copa America, Suður-Ameríkukeppnin í fótbolta, verður ekki í sumar.

Í dag var tilkynnt að búið væri að færa keppnina til 2021.

Mótið átti upphaflega að fara fram 12. júní til 12. júlí í sumar.

Knattspyrnusamband Suður-Ameríku fer því sömu leið og UEFA sem frestaði Evrópumótinu um eitt ár.

Brasilía er ríkjandi meistari eftir sigur í fyrra en alls hefur Brasilía unnið keppnina 9 sinnum.

Argentína hefur unnið Copa America 14 sinnum en sigursælasta þjóðin er Úrúgvæ með 15 titla.
Athugasemdir
banner
banner
banner