þri 17. mars 2020 16:06
Magnús Már Einarsson
Freysi: Einn mesti rússíbani sem ég hef farið í
Icelandair
Freyr Alexandersson.
Freyr Alexandersson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég hefði orðið fyrir miklu sjokki ef þessi leikur hefði farið fram í næstu viku og maður áttaði sig á því um helgina að hann væri ekki að fara að verða núna," sagði Freyr Alexandersson, aðstoðarlandsliðsþjálfari, við Fótbolta.net í dag.

Ísland og Rúmenía áttu að mætast í umspili fyrir EM á Laugardalsvelli í næstu viku en þeim leik hefur nú verið frestað eftir óvissu undanfarnar vikur vegna kórónuveirunnar.

„Síðustu vikur hafa verið einn mesti rússíbani sem ég hef farið í gegnum og það sama á við um alla starfsmenn KSÍ. Maður hefur alltaf verið að undirbúa sig fyrir leikinn 26. mars og í kjölfarið leikinn sem átti að fara fram á útivelli."

„Síðustu tíu daga hefur ástandið breyst á hverjum einasta degi. Þetta hafa verið mjög mörg símtöl og tölvupóstar. Það eru bara tvær vikur síðan ég var í Ungverjalandi að skoða aðstöðuna okkar fyrir EM. Þetta hafa verið ótrúlegir tímar en þegar maður tekur þetta út frá því samengi sem er að gerast í heiminum þá er þetta ekki neitt neitt."


„Við elskum að spila á heimavelli í júní"
Stefnt er á að leikurinn gegn Rúmeníu fari fram í byrjun júní. Íslenska liðið hefur unnið magnaða sigra í júní á Laugardalsvelli í gegnum tíðina og má þar nefna leiki gegn Króatíu, Tékkland og Tyrkland.

„Við erum mjög sáttir við niðurstöðu UEFA að færa EM til að deildirnar geti klárast og við erum mjög ánægðir ef að umspilið fer fram í byrjun júní áður en deildirnar klárast í lok júní. Það er mjög hentugt fyrir okkur. Strákarnir eru mjög ánægðir með ákvörðun UEFA og hlakka til að spila heima í júní. Það sem skiptir enn meira máli fyrir okkur er að við spilum fyrir framan áhorfendur á heimavelli. Við elskum að spila á heimavelli í júní."

Bjartsýnn á að það verði spilað í júní
Freyr er vongóður um að hægt verði að halda áætlun og að kórónaveiran verði ekki til þess að leikurinn frestist meira.

„Ég ætla að leyfa mér að vera bjartsýnn. Mannkynið er að taka saman höndum við að hefta útbreiðslu út þessari veiru og ég vona að þetta verði til þess að þessi plön haldist. Ég vona að deildirnar komist af stað aftur og þá helst þessi umspilsgluggi. Á meðan svo erum við einbeittir á ða þetta verði fyrstu vikuna í júní. Ef það breytist þá þurfum við að takast á við það."

Rætt hefur verið um kynslóðaskipti hjá íslenska liðinu eftir EM í sumar en nú er ljóst að mótið fer ekki fram fyrr en 2021.

„Það er búið að tala um kynslóðaskipti síðan 2018. Við erum bara að fókusa á umspilið. Það verður valið það lið sem er best til þess fallið að komast áfram úr umspilinu, Í kjölfarið á því er Þjóðadeildin og kjölfarið á því er EM. Það eru margir leikir og þá á margt eftir að gerast. Ef þú ætlar að keppa á hæsta leveli þá gerast kynslóðaskipti á eðlilegan hátt. Þeim er ekki þvingað í gegn. Ef það er gert þá þarf það að vera sameignileg ákvörðun og þá gæti það haft áhrif á úrsilt. Það er ekki í spilunum að þvinga inn félgaskiptum nuna. Við erum að fókusa núna á umspilið," sagði Freyr að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner