þri 17. mars 2020 14:24
Magnús Már Einarsson
Hægt að halda miðunum gegn Rúmeníu eða fá endurgreitt
Icelandair
Mynd: Eyþór Árnason
Eins og fram kom í dag hefur leik Íslands og Rúmeníu í umspili fyrir EM verið frestað þar til í júní en leikurinn á að fara fram í næstu viku. Stefnt er á að leikurinn fari fram í byrjun júní.

Sigurvegarinn mætir Ungverjalandi eða Búlgaríu í úrslitaleik um sæti á EM.

Uppselt er á leikinn gegn Rúmeníu en miðakaupendum stendur til boða að halda miðunum, eða fá þá endurgreidda.

Frekari upplýsingar verða sendar til miðakaupenda með tölvupósti, en KSÍ greinir frá þessu í dag.

Úrslitakeppni EM A landsliða karla hefur verið frestað um eitt ár og fer keppnin fram sumarið 2021 frá 11. júní til 11. júlí. Engar breytingar eru fyrirhugaðar á fyrirkomulagi úrslitakeppninnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner