Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
banner
   þri 17. mars 2020 15:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hin hliðin - Stefan Ljubicic (Riga FC)
Stefan í treyju Riga FC
Stefan í treyju Riga FC
Mynd: Player Profile
Marc Mcausland
Marc Mcausland
Mynd: Hulda Margrét
Mason Mount
Mason Mount
Mynd: Getty Images
Gunnar Þorsteinsson
Gunnar Þorsteinsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sóknarmaðurinn Stefan Ljubicic gekk í vetur í raðir Riga FC í Lettlandi eftir hálft tímabil hjá Grindavík síðasta sumar. Stefan fór ungur út til Brighton frá Keflavík en er nú á sinni fyrstu leiktíð í Lettlandi.

Fótbolti.net heyrði í Stefani hljóðið fyrir ekki svo löngu síðan en í dag sýnir hann á sér hina hliðina á Fótbolta.net.

Sjá einnig:
Stefan Ljubicic er langyngstur hjá lettnesku meisturunum
Stefan gjaldgengur í þrjú U21 landslið - „Spennandi að sjá hvort ég verði valinn"

Fullt nafn: Stefan Alexander Ljubicic

Gælunafn: Ljub

Aldur: 20 ára

Hjúskaparstaða: Single

Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki: Ég spilaði minn fyrsta leik í Pepsi Deildinni árið 2015 á móti ÍA

Uppáhalds drykkur: Ískalt Cult

Uppáhalds matsölustaður: Það er auðvitað hádegis tilboðið á Panda sem er kínverskur staður í Sunny KEF, mæli með!

Hvernig bíl áttu: Er duglegur i taxanum... enginn bíll

Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Vikings at the moment! Enn svona favourite of all time það er Two And Half Men men men Charlie Sheen

Uppáhalds tónlistarmaður: Verð að segja Drake og Lil UZI

Fyndnasti Íslendingurinn: Enginn annar en Jón Gnarr!!!

Hvað viltu í bragðarefinn þinn: 2x jarðarber, oreo og hockey pulver

Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst: Góðan dag. nýtt debetkort er tilbúið til afhendingar í útibúi 0142 Reykjanesbær, Landsbankinn

Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: Never say never...

Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Mathias Normann og Mason Mount

Besti þjálfarinn sem hefur þjálfað þig: Auðvitað Pabbi minn Zoran og Haukur Benediktsson

Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: Held að það sé enginn meira óþólandi en ég... en strong contender er Jón Dagur! Algjör fagmaður samt.

Sætasti sigurinn: Held það sé 1-0 í úrslitum á móti Fjölni fyrir íslandsmeistaratitilinn

Mestu vonbrigðin: Þegar við féllum með Grindavik

Uppáhalds lið í enska: Manchester United

Ef þú fengir að velja einn leikmann úr íslensku liði í þitt lið: Óskar Hauks úr KR

Efnilegasti knattspyrnumaður/kona landsins: Davíð Snær og Sveindís Jane

Fallegasti knattspyrnumaðurinn á Íslandi: Marc McAusland

Fallegasta knattspyrnukonan á Íslandi: Elín Metta

Besti knattspyrnumaðurinn frá upphafi: Messi

Hver er mesti höstlerinn í liðinu: Í liðinu síðasta sumar í Grindavík: Verð að segja Dagur Hammer og Nemanja Latinovic

Uppáhalds staður á Íslandi: Regular customer í Bláa lóninu!

Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: Var að keppa með Eastbourne og við fengum mark á okkur sem markmaðurinn okkar átti að verja svo kemur einn stuðningsmaður i hinu liðinu og hellir bjór yfir markmanninn okkar.

Hvað er það síðasta sem þú gerir áður en þú ferð að sofa: Enda á að horfa á einn Two And A Half Men þátt

Fyrir utan knattspyrnu, fylgist þú með öðrum íþróttum: Er mikill NFL og NBA maður

Í hvernig fótboltaskóm spilar þú: Adidas Nemeziz

Í hverju varstu/ertu lélegastur í skóla: Stærðfræði!!!

Vandræðalegasta augnablik: Ekkert svaka vandræðalegt hefur gerst sooo far...

Hvaða þrjá leikmenn tækir þú með þér á eyðieyju: Marc McAusland þurfum einn skota með banter, Hermann Ágúst leikmann Grindavikur, mesti comedian sem ég hef kynnst! og þriðji væri Gunni El Capitan Þorsteinsson því við þurfum discipline.

Sturluð staðreynd um sjálfan þig: Var í landsliðinu í körfubolta

Hverju laugstu síðast: Sagði við mömmu að ég væri búinn að þrífa alla íbuðina sem ég bý í...

Hvað er leiðinlegast að gera á æfingum: Upphitun!!

Nú er tími Covid-19 hvernig er “venjulegur” dagur: Er í sóttkví. Er heima að spila Call of duty eða Fortnite með vinahópnum!
Athugasemdir
banner
banner
banner