Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 17. mars 2020 16:18
Magnús Már Einarsson
Jói Berg var mjög tæpur fyrir leikinn við Rúmeníu
Icelandair
Jóhann Berg Guðmundsson.
Jóhann Berg Guðmundsson.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Ólíklegt er að Jóhann Berg Guðmundsson, kantmaður Burnley, hefði verið með íslenska landsliðinu ef umspilsleikurinn gegn Rúmeníu hefði farið fram í næstu viku.

Jóhann Berg hefur verið að glíma mikið við meiðsli á tímabilinu og hann var mjög tæpur fyrir leikinn í næstu viku. Leiknum var í dag frestað þar til í júní.

„Þetta hefði verið gríðarlega tæpt en það er ógjörningur að segja hvort að hann væri 100% off," sagði Freyr Alexandersson, aðstoðarlandsliðsþjálfari, við Fótbolta.net í dag, en Jóhann verður vonandi í betri málum í júní.

„Þetta gefur okkur von um það að Jóhann verði kominn á betra skrið en hann væri núna."

Kolbeinn Sigþórsson hefur verið mikið fjarverandi í vetur en hann hefur náð að æfa krafti að undanförnu.

„Þetta hefur verið mjög erfiður vetur hjá Kolla út frá meiðslum og veikindum en hann er kominn á fínt skrið núna. Hann hefur verið að æfa mjög vel síðustu vikuna og er brattur."

Alfreð Finnbogason er einnig í góðu standi eftir að hafa verið meiddur í vetur. „Hann nefbrotnaði gegn Bayern Munchen en er brattur. Það hefði ekki stoppað hann. Hann fær núna meiri tíma og verður kominn í enn betra stand. Það er kominn nýr þjálfari hjá honum og vonandi bjartari tímar framundan," sagði Freyr.

Sjá einnig:
Freysi: Einn mesti rússíbani sem ég hef farið í
Athugasemdir
banner
banner