Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 17. mars 2020 07:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kínverska deildin gæti senn hafist aftur
Kínversku meistararnir í Guangzhou Evergrande fóru til Dúbaí. Þjálfari liðsins er Fabio Cannavaro.
Kínversku meistararnir í Guangzhou Evergrande fóru til Dúbaí. Þjálfari liðsins er Fabio Cannavaro.
Mynd: Getty Images
Knattspyrnusamband Kína ætlar sér að hefja kínversku Ofurdeildina aftur þann 18. apríl næstkomandi að því er kemur fram á Daily Mail.

Deildin átti að byrja í síðasta mánuði, en það var ekki hægt út af kórónuveirunni sem á upptök sín í Wuhan í Kína. Smitum hefur fækkað í Kína undanfarnar vikur og er stefnt á að hefja deildarkeppni þar í næsta mánuði.

Mörg kínversk félög fóru frá Kína til að forðast veiruna, en nú reyna þau að komast aftur til Kína til að forðast veiruna.

Leikmenn og starfsólk félaga geta þó átt von á því að lenda í 14 daga sóttkví við komuna til Kína. Núna snúast aðgerðir stjórnvalda í Kína fyrst og fremst að því að koma í veg fyrir að smit berist frá öðrum löndum.
Athugasemdir
banner
banner