banner
   þri 17. mars 2020 14:18
Magnús Már Einarsson
Leikjum kvennalandsliðsins í apríl frestað
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Leikjum A landsliða kvenna sem fara áttu fram í apríl hefur verið frestað og nýjar dagsetningar verða tilkynntar síðar, ásamt frekari breytingum á leikjadagatali A landsliða kvenna.

Þessi ákvörðun nær til apríl-leikja íslenska A landsliðsins í undankeppni EM, útileikja gegn Ungverjalandi og Slóvakíu og annarra leikja í sömu keppni, sem fara því ekki fram í apríl.

Expressen í Svíþjóð sagði frá því fyrr í dag að úrslitakeppni EM kvenna verði færð frá 2021 til 2022 en keppnin fer fram í Englandi.

Ísland er í harðri baráttu í undankeppni EM en samkvæmt dagskrá á þeirri keppni að ljúka í haust.

Efsta liðið í hverjum riðli fer beint á EM en liðin í 2. sæti spila í umspili.

Leikirnir sem Ísland á eftir í undankeppni EM
???? Ungverjaland - Ísland
???? Slóvakía - Ísland
4. júní Ísland - Lettland
9. júní Ísland - Svíþjóð
22. september Svíþjóð - Ísland
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner