Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 17. mars 2020 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Leyton Orient heldur áfram að fara á kostum
Leyton Orient ætlar að vera með stórt mót í FIFA tölvuleiknum.
Leyton Orient ætlar að vera með stórt mót í FIFA tölvuleiknum.
Mynd: Getty Images
Leyton Orient heldur áfram að skemmta stuðningsmönnum sínum og öðrum í því fótboltaleysi sem er núna í gangi að sökum kórónuveirunnar.

Vanalega á laugardögum þá geta stuðningsmenn Leyton Orient fylgst með textalýsingu á Twitter úr þeim leik sem liðið spilar hverju sinni. Liðið, sem er í 17. sæti D-deildarinnar á Englandi, átti síðasta laugardag að spila við Bradford en þeim leik var frestað eins og flestum öðrum leikjum á Englandi.

Þess vegna fengu stjórnendur Twitter-reiknings Leyton Orient snilldarhugmynd. Þeir ræstu tölvuleikinn Football Manager og spiluðu með Leyton Orient gegn Bradford í leiknum.

Stuðningsmenn fengu að taka þátt í að taka ákvarðanir og féll það mjög vel í kramið.

Núna ætlar Leyton Orient að fara af stað með stórt mót í tölvuleiknum FIFA þar sem Orient og 127 önnur félög í Evrópu taka þátt. Enska D-deildarliðið fékk önnur félög til að taka þátt með því að nota kassamerkið #UltimateQuaranTeam á Twitter.

Mörg félög voru fljót að svara kallinu og verður dregið í þetta mót á morgun, miðvikudag.

Sjá einnig:
Met í Football Manager spilun


Athugasemdir
banner
banner
banner