Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   þri 17. mars 2020 07:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mancini segir heilsu fólks mikilvægari en EM alls staðar
Roberto Mancini, landsliðsþjálfari Ítalíu.
Roberto Mancini, landsliðsþjálfari Ítalíu.
Mynd: Getty Images
Roberto Mancini, landsliðsþjálfari Ítalíu, segir að heilsa fólks sé það mikilvægasta og að Ítalía geti unnið Evrópumótið jafnvel þó svo að það fari fram á næsta ári.

Fundað verður í dag um hvað eigi að gera varðandi EM alls staðar. Mótið á að fara fram í sumar, en ólíklegt er að það takist vegna kórónuveirunnar.

Mögulegt er að mótinu verði frestað um eitt ár og fari þá fram á næsta ári. Ítalar, sem hafa komið verst Evrópulanda út úr kórónuveirunni, vilja það.

„Ég veit ekki hvernig þetta mun enda en það eru mikilvægari hluti en EM 2020," sagði Mancini Rai Sport. „Ef þeir fresta mótinu þá getum við bara unnið það eftir ár."

„Mikilvægast er heilsa fólks og að við getum snúið aftur á völlinn og haft gaman."

„Að sjá fólk láta lífið síðustu daga er of erfitt fyrir okkur."
Athugasemdir
banner
banner
banner