Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 17. mars 2020 18:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mane leggur sitt af mörkum í baráttunni gegn kórónuveirunni
Mane fagnar marki með Liverpool.
Mane fagnar marki með Liverpool.
Mynd: Getty Images
Sadio Mane, kantmaður Liverpool, hefur gefið að andvirði 7 milljóna íslenskra króna (41 þúsund bresk pund) til að aðstoða í baráttunni gegn kórónuveirunni í Senegal.

Í Senegal, heimalandi Mane, hafa verið 27 staðfest smit til þessa, en tvö þeirra sem smituðust hafa náð fullum bata.

Mane hefur lagt sitt af mörkum til að hjálpa löndum sínum og hann hvetur fólk í Senegal til að taka veiruna „gríðarlega alvarlega."

Hinn 27 ára gamli Mane æfir þessa stundina heima hjá sér þar sem búið er að loka æfingasvæði Liverpool. Þá hefur hlé verið gert á ensku úrvalsdeildinni til 4. apríl að minnsta kosti.

Síðasta sunnudag var sagt frá því að Mane og liðsfélagar hans í Liverpool hefðu saman gefið matarbanka í Liverpool 40 þúsund pund.


Athugasemdir
banner
banner