þri 17. mars 2020 12:15
Magnús Már Einarsson
Minningarathöfn vegna Hillsborough frestað
Mynd: Twitter
Ákveðið hefur verið að fresta minningarathöfn sem átti að fara fram á Anfield, heimavelli Liverpool þann 15. apríl.

Á minningarathöfninni átti að minnast þeirra 96 aðila sem létust í Hillsborough slysinu árið 1989.

Vegna kórónuveirunnar hefur minningarathöfninni verið frestað um óákveðinn tíma.

31 ár verður liðið frá slysinu í apríl en minningarathöfninni átti upphaflega að fara fram í fyrra þegar 30 ár voru frá slysinu. Þá var athöfninni frestað vegna réttarhalda sem voru í gangi í tengslum við slysið.

Sjá einnig:
Fréttaskýring um slysið
Athugasemdir
banner
banner
banner