þri 17. mars 2020 16:30
Magnús Már Einarsson
Spiluðu grannaslaginn í FIFA - 60 þúsund horfðu á
Borja Iglesias í leik gegn Stjörnunni í fyrrasumar.
Borja Iglesias í leik gegn Stjörnunni í fyrrasumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Real Betis og Sevilla áttu að mætast í grannaslag í Andalúsíu á Spáni um síðustu helgi en leiknum var frestað vegna kórónaveirunnar.

Borja Iglesias, framherji Real Betis, og Sergio Reguilón, varnarmaður Sevilla, ákváðu þess í stað að spila leikinn í FIFA.

Hvorki fleiri né færri en 60 þúsund manns horfðu á beina útsendingu frá þessum FIFA leik.

Útgöngubann er á Spáni vegna kórónuveirunnar og óvíst er hvort að La Liga hefjist á nýjan leik á þessu tímabili.

Borja hafði betur í þessum magnaða FIFA leik en hann Borja skoraði sjálfur í leiknum með liði Betis.

Borja gekk til liðs við Real Betis í ágúst en hann hafði áður farið illa með Stjörnuna þegar hann spilaði með Espanyol gegn Garðbæingum í Evrópudeildinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner