þri 17. mars 2020 08:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Telur að Chiesa geti orðið besti fótboltamaður Evrópu
Federico Chiesa.
Federico Chiesa.
Mynd: Getty Images
Cesare Prandelli, fyrrum þjálfari Fiorentina og ítalska landsliðsins, hefur ofurtrú á Federico Chiesa.

Chiesa er 22 ára gamall kantmaður Fiorentina og hefur hann spilað með aðalliðinu þar frá 2016/17. Federico, sem er sonur Enrico Chiesa, hefur vakið athygli stærri félaga í Evrópu.

Hann hefur á þessu tímabili skorað sjö mörk og lagt upp fimm, og eru miklar vonir bundnar við hann.

Í viðtali við La Nazione sagði Prandelli: „Hann verður að finna sitt hlutverk, sína stöðu og verða sérfræðingur í því. Ef hann gerir það þá verður hann besti leikmaður Evrópu."

Frí er núna á ítalska boltanum út af kórónuveirunni og óljóst er hvenær hann hefst aftur.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner