þri 17. mars 2020 14:32
Magnús Már Einarsson
Vinnuhópar reyna að finna lausnir í Meistara- og Evrópudeildinni
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
UEFA hefur skipað vinnuhópa til að reyna að finna lausn á því hvernig hægt er að klára Meistara og Evrópudeildina á þessu tímabili.

Keppni í Meistaradeildinni var frestað í síðustu viku vegna kórónuveirunnar og óvíst er hvenær byrjað verður að spila á ný.

Síðari leikirnir eru eftir í fjórum viðureignum í 16-liða úrslitum og síðan á eftir að spila 8-liða úrslit og undanúrslit.

UEFA hefur ekki viljað staðfesta fréttir að úrslitaleikur Meistaradeildarinnar sé fyrirhugaður í Istanbul 27. júní eins og fjölmiðlar sögðu frá fyrr í dag.

Vinnuhóparnir munu nú fá það verðuga verkefni að reyna að finna lausn en á sama tíma þarf að reyna að klára deildarkeppnir í Evrópu í sumar. EM hefur verið frestað til ársins 2021 til að hjálpa til við það.
Athugasemdir
banner
banner
banner